Tuesday, October 03, 2006

Kæru áhorfendur,
velkomin að skjánum á ný. Fyrst ætla ég að óska ykkur innilega til hamingju með að líta hérna inn og sjá að hér er komin ný uppfærsla. Gjörið svo vel.
Í annan stað ber mér skilda að taka hér fram að ég hef keypt mér nýjan knattblekung, er hann skemmtilegur mjög á allan hátt og fagur ásjónu. Kostaði mig andvirði 226 íslenskra króna.
En að gefnu tilefni tilkynnist hér með að hinn hressi leikur, 3000 - leikurinn er um það bil að hefjast. Ber af þeirri ástæðu glöggum viðkomendum að gæta þess í hvívetna að fylgjast með hauskúputeljaranum hér að neðan, og sé einn sá, númer þrjúþúsund, skal áðurnefndur rita nafn sitt og heimilisfang í smágreinaskotið, og hlýtur hann þá litprentað bréfspjald, áritað af mér, að verðlaunum.

Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni, verið þið sæl.

3 Comments:

At 7/10/06 19:14, Anonymous Anonymous said...

heill og sæll
ég var númer 3003 sem mér finnst miklu flottara heldur en 3000 því það er hægt að lesa það aftur á bak og áfram eins og nafnið mitt ef ég héti arora, finnst ég ætti að fá póstkort, þarf samt ekki að vera með asna, kv áróra

 
At 8/10/06 13:44, Anonymous Anonymous said...

ég er leynigestur nr. 3000

 
At 10/10/06 12:35, Anonymous Anonymous said...

Blessaður Ljoninn minn

Ég ætlaði að vera nr. 3000, greinilega alltaf seinheppin.
Bestu kveðjur kossar og knús,
Mammmma

 

Post a Comment

<< Home