Kæru áhorfendur,
velkomin að skjánum á ný. Fyrst ætla ég að óska ykkur innilega til hamingju með að líta hérna inn og sjá að hér er komin ný uppfærsla. Gjörið svo vel.
Í annan stað ber mér skilda að taka hér fram að ég hef keypt mér nýjan knattblekung, er hann skemmtilegur mjög á allan hátt og fagur ásjónu. Kostaði mig andvirði 226 íslenskra króna.
En að gefnu tilefni tilkynnist hér með að hinn hressi leikur, 3000 - leikurinn er um það bil að hefjast. Ber af þeirri ástæðu glöggum viðkomendum að gæta þess í hvívetna að fylgjast með hauskúputeljaranum hér að neðan, og sé einn sá, númer þrjúþúsund, skal áðurnefndur rita nafn sitt og heimilisfang í smágreinaskotið, og hlýtur hann þá litprentað bréfspjald, áritað af mér, að verðlaunum.
Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni, verið þið sæl.
Tuesday, October 03, 2006
Hey, ég skil ekki alveg? ég er hver?
Gamalt
3 Comments:
heill og sæll
ég var númer 3003 sem mér finnst miklu flottara heldur en 3000 því það er hægt að lesa það aftur á bak og áfram eins og nafnið mitt ef ég héti arora, finnst ég ætti að fá póstkort, þarf samt ekki að vera með asna, kv áróra
ég er leynigestur nr. 3000
Blessaður Ljoninn minn
Ég ætlaði að vera nr. 3000, greinilega alltaf seinheppin.
Bestu kveðjur kossar og knús,
Mammmma
Post a Comment
<< Home