Monday, January 09, 2006

Hún er ekki betri músin sem læðist en sú sem stekkur!

Ég keypti mér nýja mús fyrir tölvuna í dag,
á aðeins 15 € og sú er meira að segja skottlaus.
En sagan af þeirri gömlu er nokkuð skondin.
Hún byrjaði að hökta í október og hætti svo alfarið að virka upp og niður,
nema með einhverjum kjánalegum brellum.
Á endanum þurfti ég að kryfja hana og þá átti hún til að virka stundum,
sérstaklega þegar ég juðaði í snúrunum inní henni, hélt ég.
Svo eitt kvöldið, þegar ég var eitthvað að dunda og hafði slökkt ljósin, gat ég ekkert aðhafst því hún var alveg dottin út þannig að ég þurfti að stökkva og kveikja ljósin, og þá uppgöggvaði ég það (eins og amma Svava segir alltaf) að músin var bara myrkfælin. Eftir það þurfti ég annað hvort bara að nota tölvuna með ljósin kveikt, eða að lýsa með vasaljósi á músina um leið og ég hreyfði hana. Fyndið!
En núna þurfið þið ekki að hafa áhyggjur af því lengur. Bless.

Músin myrkfælna

Ég átti mús á borði,
sem ekki lifði á orði,
hún trítlaði í ljósi,
en bjó ekki í fjósi.

þar sem lá yfir myrkur,
var ekki hennar styrkur,
að lokum hún ei lengur smó,
og á endanum hún dó.


Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni, verið þið sæl.

1 Comments:

At 12/1/06 15:11, Blogger Einingin sjálf said...

Til hamó með músó. Væri samt ekki gott að setja á hana ól svo hún týnist ekki milli bóka hjá þér? Mér skilst það sé hægt, fyrir ekki svo mikinn pening, að fá þessar snúrulausu snúraðar. En ég er á leiðinni. Förum í dart og billa. Kem á morgun og hef samband uppúr því. Pís át.
Pési káti

 

Post a Comment

<< Home