Monday, December 05, 2005

Ég var að enda við að elda tófú pottrétt með pestó og steiktu fersku grænmeti. Í gær eldaði ég karrýkjúkling í kókósmangó og saxaði mintulauf útí sem kom skemmtilega á óvænt. Á laugardaginn ristaði ég mér brauð. Á morgun ætla ég að elda baunarétt með epladjús og hnetusmjöri. Jafnvel að ég skelli smá mintu útí hann líka? Líklega verður svo íslensk ýsa á boðstólnum seinna í vikunni með soðnum kartöflum og smjöri. Ætli ýsa og minta passi saman?

Þetta er minnislistinn minn fyrir byrjun vikunnar:
Joón Joón Joón Joón Jóon þú getur það jóNi
A-project = ómótstæðilega óhjákvæmilegt
A Klára Figaró dúettinn og þýða
C Fara með ferðatöskuna í viðgerð
B Kaupa naggrísafóður
C Skoða strengi fyrir Djonný
B Afmelda líkamsræktina í Döbling
A Borga húsaleiguna
C Panta borð fyrir þorrablót
B Uppfæra vegg og markmið
B Juliette - ljósrita og hefjast handa
A Breyta korrepetition tíma fyrir morgundaginn
C Kaupa ýsuskott
C Ná í ritarabókina til Þóru og Örvars
B Fara yfir Ísland farsældar frón og Skagfirðingastemmur


Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni, verið þið sæl.

1 Comments:

At 6/12/05 00:10, Blogger Big Bird a.k.a. BB said...

markmiðaveggur...snilldarhugmynd. Ég set mér það markmið að gera slíkan vegg ;)

 

Post a Comment

<< Home