Friday, March 31, 2006

Einhversstaðar heyrði ég fyrir löngu síðan að stolnar kökur væru vondar á bragðið en það held ég að sé hinn mesti misskilningur. Ég stal mér köku núna í morgunsárið og hún var bara mjög góð á bragðið. Reyndar stel ég oft kökum af sambýlingum mínum og venjulega bragðast þær eins og ráð gera fyrir vel. Þannig að ef einhver á meðal ykkar gesta er haldinn slíkum gamaldags ranghugmyndum hvet ég þá hina sömu til að losa sig úr viðjum þröngsýninnar.
Til frekari skilgreiningar má skoða hugtakið að "eiga". Tökum dæmi:
"Hver stal kökunni úr krúsinni í gær?" Mundi jafnvel einhver hrópa.
Í þessu dæmi kemur hvergi fram hver "á" kökuna. Hversvegna ætti ég, hér númer 7, þá ekki að gæða mér á henni áður en það verður um seinan, þ.e. áður en kakan þornar, skorpnar og springur, m.ö.o, skemmist. Höldum áfram:
"Númer 7 stal kökunni úr krúsinni í gær!" Hér hendir einhver fram ásökun, án þess þó að hafa hugmynd um það hver á kökuna.
"Ha ég" svara ég þá, því stundum heyri ég illa með hægra eyra.
"Já þú" segði þá einhver, en sá varla eigandinn heldur.
Þessvegna í þrjósku minni svara ég hér "Mikið rétt" og bind þar með snarlega enda á þessar heimskulegu rökræður, því jú, einhver verður að bera ábyrgð á kökunni!
Hér í þessu dæmi, stel ég sem sagt kökunni, og eigna mér hana um leið. Og kakan bragðast eftir því undursamlega.

Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni, verið þið sæl.

3 Comments:

At 31/3/06 16:49, Blogger Trína said...

Já sæll sæll Ég man ekki alveg allar spurningarnar sem þú spurðir en við fáum ekki sumarfrí á samatíma og þið þarna uppi. En við fáum vetrarfrí í Júlí og þá á að skella sér heim þar sem bróðir minn er að fara að gifta sig. En hvað við búum hér lengi veit ég ekki enn. Vonandi þar til júní 2008. En það er enn óráðið. Gangi þér vel með lokasýninguna.
K og K
Katrín

 
At 31/3/06 23:46, Blogger larush said...

Svo veit ég líka núna að stolnar óperusýningar eru ekki verri en þær sem farið er á eftir löglegum aðferðum. Þessi í kvöld hljómaði eins vel og hinar tvær sem ég sá á undan.

 
At 3/4/06 08:25, Anonymous Anonymous said...

Ja tad verdur nu ad athuga i tessu hver bakadi kokurnar.Ef tad var til daemis bakari sem setti of mikin pipar i taer ta myndu taer natturulega smakkast omurlega.Ef mamma hefdi til daemis bakad taer ta vaeru taer orrugglega med beisku eftirbragdi af tvi ad hun er natturulega vonlaus bakari.og svo er natturulega bakaradrengurinn,eg held ad madur aetti ad halda sig vid ad stela graenmeti samanber,gott er ad borda gulrotina,grofa braudid ef tad er ekki stolid, steinseljuna tannig ad eg er hraeddur um ad tu verdir ad rifja upp viskuna ur halsaskogi vinur minn. kvedja mastaguru.

 

Post a Comment

<< Home