Undanfarnar vikur hefur einstaklingseðli mitt verið fjórklofið. Ég veð úr einu í annað og stundum getur tekið mig þónokkurn tíma að átta mig á hver fer með völdin. Flestar þessara manngervinga hafa skammt minni, og oft varir það ekki lengur en í 10 sekúndur aftur í tímann.
Maðurinn með hjálminn er mest ríkjandi manngervingin, utan sjálfsins Jóns, og hann er ef til vill sú sýrðasta líka. Hann virðist eiga fortíð sem gufuskips skipstjóri og telur sig færan í flestan sjó, en ég sjálfur (hver sem ég nú er) mundi þó aldrei sigla með honum. Hann er ofsóknarbrjálaður og stórhættulegur.
Gamli maðurinn kemur úr öðru sauðahúsi. Hann giftist ungur gömlu konunni, sem einnig var ung þá, en hún er hálfum metra hærri en hann og hann er löngu kominn með leið á henni. Hann fyllist þó öfundar um leið og hún kemur nálægt gamla prestinum. Hann má fara til helvítis hans vegna.
Blindi betlarinn er líklega einfaldasta gervingin. Hann á sér stóra drauma um að sjá hið sólríka suður, en mun þó naumast hljóta sýn. Hann bindur þó vonir sínar við að "vinur hans", forstöðumaður draumaskrifstofunnar geti hjálpað sér, en til að byrja með lætur hann sér nægja að leita að Juliette, ásamt öllum hinum.
Nánari upplýsingar má finna á eftirnefndu vefsvæði:
http://juliettedieoper.blogspot.com/
Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni, verið þið sæl.
1 Comments:
heheh ég las færsluna og um stund hélt ég að þú værir í alvörunni að bilast...en svo sá ég drauma-tivísunina og skildi þá færsluna....hjúkkit mar, verra ef maður þyrfti að fara í geðslegt ferðalag til Vín ;)
Post a Comment
<< Home