Wednesday, November 16, 2005

Ég er búinn að þróa með mér hálf sérkennilega morgun – upprisuathöfn. Hún gengur út á það að stylla þrjár vekjaraklukkur á ákveðið mismunandi tíma, (að minnsta kosti tveimur klukkustundum fyrir áætlaðan skólatíma) fela þær svo vandlega í herberginu mínu (sem er tvískipt, 28,48 fermetrar með 4,228 metra lofthæð) svo ég vakni við að standa upp og finna þáhringjandi klukku og þá endar oftast með því að ég tek svo klukkurnar koll af kolli með mér aftur í rúmið svo ég geti sofið aðeins lengur (snúsað).

Svo ef ég þarf alvarlega að vakna, fyrir flug eða annað eins, þá dreifi ég teiknibólum létt yfir gólfið. En ég mæli samt ekki með því fyrir byrjendur.

1, 2 og bless.



To view or make COMMENTS, click time!

2 Comments:

At 16/11/05 12:53, Anonymous Anonymous said...

hahhh hhahhhhhh hhaaahhhh
;)
Þú ert greinilega mjög mikið sonur mömmu þinnar.
Og ef ekki?
Hvernig er það annars hægt? Að vera ekki sonur mömmu sinnar.
Það er sennilega þá ef þú ert ekki þú, heldur einhver annar!

kissi kiss, mams.

 
At 17/11/05 11:23, Anonymous Anonymous said...

Það vakna allir eldsnemma hér down under og ég er að reyna að halda í við þetta lið. Ætla að prufa þetta með teiknibólurnar. Svo maður komist snemma niður á strönd að surfa, Cheers mate

 

Post a Comment

<< Home