Tuesday, January 24, 2006

Samkvæmt niðurstöðum vísindamanna á Englandi var ömurlegasti dagur ársins í gær. Ömurlegasti dagur ársins var hjá mér í dag, en þó er það mjög jákvætt því þá hljóta þeir að verða betri í framhaldinu. Auðvitað er ég þó á þeirri raunsæju skoðun að maður búi ömurleikann til sjálfur. Til dæmis vakti ég frameftir til klukkan 3 í nótt og skrifaði einhvern ömurlegasta ritstjórnarpistil sem ég hef nokkurntímann skrifað, þó var ástæðan sú að ég hefði átt að vera búinn að koma honum frá mér í síðustu viku. Eftir ásættanlega málamiðlun um hvort pistillinn væri birtingarhæfur skreið ég í rúmið. Sjö sinnum í röð vaknaði ég við hjartsláttartruflanir eða falltilfinninguna og gafst upp, þegar ég var búinn að hlusta 2 sinnum á einhvern fallegasta geisladiskinn sem ég á og enn kom mér ekki dúr á auga hóf ég lestur. Ég nenni ekki einusinni að skrifa meira. Hver nennir að lesa svona ömurlega færslu. Afsakaðu mig lesandi, ég er farinn að gráta með Hank Williams.

Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni, verið þið sæl.

2 Comments:

At 24/1/06 22:32, Blogger larush said...

Skrambans óheilla dagar, bráðum kemur betri tíð með blóm á Torfufelli.

 
At 26/1/06 16:42, Anonymous Anonymous said...

Elskan miín
ekki láta þér líða illa litla ljonið mitt.
Brostu bara og hugsaðu um það hvað þú att nú gott, eftir all saman.
Kossar og knusi, knús.
Þín mamma xxxxxxxxxxxxxxxxx

hey, tala við Geira sterka.
:)

 

Post a Comment

<< Home