Thursday, February 16, 2006

Af drykkjum.
Kyrgi þykir mér ágætt, en venjulega útbý ég korgsoð í bítið. Framausturlenskt kyrgi bætt sætungi nota ég spari og er ég hlýt gesti er það venjulega á boðstólnum. Laufsoð er hentugri kvölddrykkur, jafnvel með kæliblöðungsbaragði.
Mógæti þykir mér sælgæti, en það er best með rjóma, en þarf þó að vera brætt úr ekta dökku mógæti.
Snjóbeiskjugos og aðrir gosdrykkir eru hentugir í kvikmyndahúsum með hvellgrjónum eða með skranmeti.
Veigar, rauðar sem hvítar henta vel flestum mat og eldveigar til skemmtana.
Að síðustu en þó eigi sístu, ber að nefna hið undursamlega líð. Hinn glullni litur þess svo fagur og hvernig það flýtur niður kverkarnar, er sjaldfundin nautn.

Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni, verið þið sæl.

1 Comments:

At 19/2/06 00:32, Blogger Big Bird a.k.a. BB said...

uss uss svik og prettir. Ég ætlaði að láta vita að ég hefði lent í 3ja sæti og verið gestur #1003 en þá er ekki hægt að kommenta á færsluna fyrir ofan.AARRRGG ég heimta póstkort í sárabætur tja já og sálarbætur er því er að skipta

 

Post a Comment

<< Home