Tuesday, February 21, 2006

Ég velti því fyrir mér í morgun hvort ég hefði farið öfugur fram úr rúminu. En ég dokaði við og hugsaði lengra, í fyrsta lagi fannst mér tilfinningar mínar og hrifning til karlmanna ekki hafa aukist og í annan stað er ekki hægt að fara öfugu megin fram úr rúminu þar sem það liggur upp að vegg í austri. Gæti verið afleitt feing svei? En hvað um það, ég fattaði það fyrst þegar ég var kominn hálfa leiðina á æfingu með sporvagninum að ég var í krummafót, það hefur ekki hent mig mjög lengi, svona rúmlega 20 ár. Snarlega víxlaði ég skónum sjótt en ekki tók þá betra við, mér til enn meiri undrunar uppgvötvaði ég að sporvagninn tók aðra stefnu en ég hafði ráð gert fyrir svo ég endaði með því að ganga hálfrar stundar spotta að leikhúsinu í stað þess að nema þar staðar beint fyrir utan með réttum vagni.
Gæti verið að þessi brenglun orsakist af því að ég er örvhentur?
Samkvæmt sögusögnum um meinta eiginleika örfhentra um þeir séu greindari en annað fólk gæti þetta verið ákveðin greindarbrenglun þar sem í dag er hálft minnkandi tungl.

Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni, verið þið sæl.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home