Wednesday, November 23, 2005

Nýtt aðsóknarmet var slegið hér á síðunni í gær, hvorki fleiri né færri en 10 manns sóttu hana heim og er það hin besta vitjun til þessa frá því mælingar hófust á mánudaginn.
Takk kærlega Jónas og mamma! (óþarfi samt að endurhlaða 5 sinnum)
En eins og þið, dyggu lesendur hafið jafnvel tekið eftir þá er kominn skelfilegur hauskúputeljari hérna neðar á síðuna. Takk takk.
Ég skrapp í sveitina á mánudaginn og hitti þar Blesa og Skjóna.. Það var hálf erfitt að þjóna þeim í kuldanum en það kólnaði ískyggilega hér í austurríkjum í síðustu viku. Samt var yndislegt að hitta þessa fornu félaga á ný, komna í vetrarfeldinn að safna forða. Blesa þótti meðferðin ágæt en Skjóni þjóskaðist við þar til ég skammaði hann. Ég mælti höstum rómi " Hættu þessu klár, steinhættu þessu nuddi". Þá sá hann að sér lét eins og almennilegur hestur til loka meðferðar, enda alsæll með nýja mannbrodda.

Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni, verið þið sæl.

 Posted by Picasa

Saturday, November 19, 2005

Ég vek hér athylgi á enn einni síðunni, hún er sameiginleg síða okkar krakkanna sem búum hérna saman á Schottenfeldgasse WG. Þar gæti ýmislegt komið fram forvitnilegt en jafnvel þó á þýskri tungu. Þessvegna hvet ég fólk sem hefur áhuga á leðurbuxum, súrkáli og Mozartkúlum að líta þar reglulega við og vita hvort eitthvað bitastætt heillar það sinnið.
Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni, verið þið sæl.

To view or make COMMENTS, click time!

Wednesday, November 16, 2005

Ég er búinn að þróa með mér hálf sérkennilega morgun – upprisuathöfn. Hún gengur út á það að stylla þrjár vekjaraklukkur á ákveðið mismunandi tíma, (að minnsta kosti tveimur klukkustundum fyrir áætlaðan skólatíma) fela þær svo vandlega í herberginu mínu (sem er tvískipt, 28,48 fermetrar með 4,228 metra lofthæð) svo ég vakni við að standa upp og finna þáhringjandi klukku og þá endar oftast með því að ég tek svo klukkurnar koll af kolli með mér aftur í rúmið svo ég geti sofið aðeins lengur (snúsað).

Svo ef ég þarf alvarlega að vakna, fyrir flug eða annað eins, þá dreifi ég teiknibólum létt yfir gólfið. En ég mæli samt ekki með því fyrir byrjendur.

1, 2 og bless.



To view or make COMMENTS, click time!

 Posted by Picasa

Thursday, November 10, 2005

ENN EIN FÖTIN, SAMA RÖDDIN!

Kæru Addi Palli, Markús og Þórgunnur, og jafnvel nokkrir aðrir líka,
eins og þið, ó glöggu áhangendur, eflaust sjáið hefur þessi vesæla
fjarskriftarsíða tekið ákveðnum stakkaskiptum.
Þó reyni ég eigi að sníða stakk eftir vesti, en neyðin kennir nöktum sitt.
Sá sem einsetur sér ekki að verða betri, verður verri.


To view or make COMMENTS, click time!

Sunday, November 06, 2005

Er ég ég, eða er ég annar, eða er ég ég sjálfur?

Ég var að horfa á Man on the Moon með Jim Carrey,
og þá fór ég að pæla í því hvort maður væri nokkurntímann maður sjálfur,
eða ég að minnsta kosti.
Megas söng: Ég er ekki ég, ég er annar.

Svo var ég líka að horfa á Spaugstofuna um daginn,,
20 ára afmælisþátt, og þar var tekið saman fyndnasta efnið frá upphafi
og mér fannst það fyndið, það er ennþá hægt að sjá þáttinn á RúF.is
ég mæli með því,,
mæli samt ekki með því fyrir Spaugstofu fasista eins og Sigga bró,
en ég væri meira en til í að poppa og horfa á þetta aftur með afa mínum.

Svo er einhver stelpa í heimsókn hjá mér sem heitir Mónica!

To view or make COMMENTS, click time!