Monday, January 30, 2006

Ég er maðurinn með hjálminn.

Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni, verið þið sæl.

Thursday, January 26, 2006

Nú er ég karlkyns. Það þýðir að ég er ekki kvenkyns og ekki hvorukyns. Maður er ég líka og þá auðvitað mannkyns. En fyrst ég er mannkyns, hlýt ég líka að vera kvenkyns og hvorukyns. Ef við ímyndum okkur út frá þessu að ég sé samkyns, til hvers kyns ætti ég þá tæknilega að hneigjast?
Maður spyr sig. (Mann fragt sich)


Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni, verið þið sæl.

Tuesday, January 24, 2006

Samkvæmt niðurstöðum vísindamanna á Englandi var ömurlegasti dagur ársins í gær. Ömurlegasti dagur ársins var hjá mér í dag, en þó er það mjög jákvætt því þá hljóta þeir að verða betri í framhaldinu. Auðvitað er ég þó á þeirri raunsæju skoðun að maður búi ömurleikann til sjálfur. Til dæmis vakti ég frameftir til klukkan 3 í nótt og skrifaði einhvern ömurlegasta ritstjórnarpistil sem ég hef nokkurntímann skrifað, þó var ástæðan sú að ég hefði átt að vera búinn að koma honum frá mér í síðustu viku. Eftir ásættanlega málamiðlun um hvort pistillinn væri birtingarhæfur skreið ég í rúmið. Sjö sinnum í röð vaknaði ég við hjartsláttartruflanir eða falltilfinninguna og gafst upp, þegar ég var búinn að hlusta 2 sinnum á einhvern fallegasta geisladiskinn sem ég á og enn kom mér ekki dúr á auga hóf ég lestur. Ég nenni ekki einusinni að skrifa meira. Hver nennir að lesa svona ömurlega færslu. Afsakaðu mig lesandi, ég er farinn að gráta með Hank Williams.

Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni, verið þið sæl.

Friday, January 20, 2006

Drrrríííng drrrríííng,,, ,,, drrrríííng drrrríííng!
Já halló!
Já, herra Jósefsson, tala ég við yður?
Jú það hann sem talar!
Já, sælir. Hér talar Prófessor Lederhosen. Ég fann nótur hér í stofunni minni og áleit að þær tilheyrðu yður, getur það verið?
Augnablik herra kennari, ég ætla að athuga það.
Gjörið yður svo vel.
Jú, ahh, ehh, það er rétt. Afsakið yður mig. Ég mun snúa við þegar í stað og sækja nóturnar, verðið yður einhverja stund lengur við?
Já, ef yður komið innan 15 mínótna verð ég við. En yður verðið að passa betur upp á nótur yðar. Er það skilið?
Já herra kennari, ég mun passa það. Ég verð kominn í skólann eftir 10 mínútur.
Þakka yður.
Víðarheyrumst.
Víðarheyrumst.


Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni, verið þið sæl.

Monday, January 16, 2006

He! Mein Herr Musiker, ich bitte um etwas Ruhe!
Hallo! Hören sie mir zu, bitte!
Gleich wird’s losgehn, so bald die Schiffsbesatzung eingetroffen! Das ist mein Dampfer!
Was denn? Muss doch wissen! Muss doch wissen! Wiederhole das noch ein mal!
Aber bitte…
Du, was erlaubst du dir da
Lügner! Lügner! Beide Lügner!

Hier ist etwas los!

Hier ist etwas los in diesem Hause!


Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni, verið þið sæl.

Wednesday, January 11, 2006

Jæja, þið segið það!
Já hemmi minn,
alltaf í boltanum og svona?
Er ekki í lagi?
Það er orðið framorðið,
snjótittlingur!

Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni, verið þið sæl.

Monday, January 09, 2006

Hún er ekki betri músin sem læðist en sú sem stekkur!

Ég keypti mér nýja mús fyrir tölvuna í dag,
á aðeins 15 € og sú er meira að segja skottlaus.
En sagan af þeirri gömlu er nokkuð skondin.
Hún byrjaði að hökta í október og hætti svo alfarið að virka upp og niður,
nema með einhverjum kjánalegum brellum.
Á endanum þurfti ég að kryfja hana og þá átti hún til að virka stundum,
sérstaklega þegar ég juðaði í snúrunum inní henni, hélt ég.
Svo eitt kvöldið, þegar ég var eitthvað að dunda og hafði slökkt ljósin, gat ég ekkert aðhafst því hún var alveg dottin út þannig að ég þurfti að stökkva og kveikja ljósin, og þá uppgöggvaði ég það (eins og amma Svava segir alltaf) að músin var bara myrkfælin. Eftir það þurfti ég annað hvort bara að nota tölvuna með ljósin kveikt, eða að lýsa með vasaljósi á músina um leið og ég hreyfði hana. Fyndið!
En núna þurfið þið ekki að hafa áhyggjur af því lengur. Bless.

Músin myrkfælna

Ég átti mús á borði,
sem ekki lifði á orði,
hún trítlaði í ljósi,
en bjó ekki í fjósi.

þar sem lá yfir myrkur,
var ekki hennar styrkur,
að lokum hún ei lengur smó,
og á endanum hún dó.


Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni, verið þið sæl.

Saturday, January 07, 2006

Kæru aðdáendur,
missið ekki á mér trúna,
hvetjið mig heldur til dáða
og áfram held ég veginn.

Ég er á heimleið,
lenti í frábæru netsambandi í Kaupinhöfn
og held til Vínar á morgun.
1, 2 og bless
jóni.


Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni, verið þið sæl.