Friday, March 31, 2006

Einhversstaðar heyrði ég fyrir löngu síðan að stolnar kökur væru vondar á bragðið en það held ég að sé hinn mesti misskilningur. Ég stal mér köku núna í morgunsárið og hún var bara mjög góð á bragðið. Reyndar stel ég oft kökum af sambýlingum mínum og venjulega bragðast þær eins og ráð gera fyrir vel. Þannig að ef einhver á meðal ykkar gesta er haldinn slíkum gamaldags ranghugmyndum hvet ég þá hina sömu til að losa sig úr viðjum þröngsýninnar.
Til frekari skilgreiningar má skoða hugtakið að "eiga". Tökum dæmi:
"Hver stal kökunni úr krúsinni í gær?" Mundi jafnvel einhver hrópa.
Í þessu dæmi kemur hvergi fram hver "á" kökuna. Hversvegna ætti ég, hér númer 7, þá ekki að gæða mér á henni áður en það verður um seinan, þ.e. áður en kakan þornar, skorpnar og springur, m.ö.o, skemmist. Höldum áfram:
"Númer 7 stal kökunni úr krúsinni í gær!" Hér hendir einhver fram ásökun, án þess þó að hafa hugmynd um það hver á kökuna.
"Ha ég" svara ég þá, því stundum heyri ég illa með hægra eyra.
"Já þú" segði þá einhver, en sá varla eigandinn heldur.
Þessvegna í þrjósku minni svara ég hér "Mikið rétt" og bind þar með snarlega enda á þessar heimskulegu rökræður, því jú, einhver verður að bera ábyrgð á kökunni!
Hér í þessu dæmi, stel ég sem sagt kökunni, og eigna mér hana um leið. Og kakan bragðast eftir því undursamlega.

Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni, verið þið sæl.

Tuesday, March 28, 2006

Þetta segir allt sem segja þarf,
ég er farinn út að leika mér!

Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni, verið þið sæl.

Posted by Picasa

Friday, March 24, 2006

FRUMSÝNING Á MORGUN

Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni, verið þið sæl.

Wednesday, March 15, 2006

Undanfarnar vikur hefur einstaklingseðli mitt verið fjórklofið. Ég veð úr einu í annað og stundum getur tekið mig þónokkurn tíma að átta mig á hver fer með völdin. Flestar þessara manngervinga hafa skammt minni, og oft varir það ekki lengur en í 10 sekúndur aftur í tímann.
Maðurinn með hjálminn er mest ríkjandi manngervingin, utan sjálfsins Jóns, og hann er ef til vill sú sýrðasta líka. Hann virðist eiga fortíð sem gufuskips skipstjóri og telur sig færan í flestan sjó, en ég sjálfur (hver sem ég nú er) mundi þó aldrei sigla með honum. Hann er ofsóknarbrjálaður og stórhættulegur.
Gamli maðurinn kemur úr öðru sauðahúsi. Hann giftist ungur gömlu konunni, sem einnig var ung þá, en hún er hálfum metra hærri en hann og hann er löngu kominn með leið á henni. Hann fyllist þó öfundar um leið og hún kemur nálægt gamla prestinum. Hann má fara til helvítis hans vegna.
Blindi betlarinn er líklega einfaldasta gervingin. Hann á sér stóra drauma um að sjá hið sólríka suður, en mun þó naumast hljóta sýn. Hann bindur þó vonir sínar við að "vinur hans", forstöðumaður draumaskrifstofunnar geti hjálpað sér, en til að byrja með lætur hann sér nægja að leita að Juliette, ásamt öllum hinum.

Nánari upplýsingar má finna á eftirnefndu vefsvæði:
http://juliettedieoper.blogspot.com/

Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni, verið þið sæl.

Friday, March 10, 2006

Andskotans klukk alltaf hreint steiki og brenni! Takk frænka mín.

4 störf sem ég hef unnið við um ævina:
Hestasveinn og handlangari
Aðstoðarmaður Kertasníkis jólasveins
Póstburðarmaður
Bokkflautukennari

4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur og aftur...
Hrafninn flýgur
Sódóma Reykjavík
Amelie
A Fish Called Wanda

4 staðir sem ég hef búið á:
Torfufell Eyjafirði
Akureyri
Brussel
Vín

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
fleiri en 4 sjónvarpsþættir með Spaugstofunni

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Borðeyri
Grindavík
Siglufjörður
Garður

4 síður sem ég skoða daglega (fyrir utan blogg):
http://www.diepresse.at/
http://www.baggalutur.is/
www. ebay.at
gmail.com

4 matarkyns sem ég held upp á:
Stolnar kökur
Karrí
Melónur
Hnetur


4 bækur sem ég les oft:
Uppvöxtur Litla-Trés
Bluff you way in Opera
The New Kobbe's Opera Book
Þýsk-íslensk orðabók

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
Hawaii
Fiji eyjar
Dubrovnik
Madagaskar

Klukk Kiddi á verkstæðinu!

Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni, verið þið sæl.

Monday, March 06, 2006

Wien ist ein super Stadt für Nachtspaziergang!

Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni, verið þið sæl.

 Posted by Picasa

 Posted by Picasa

 Posted by Picasa

Friday, March 03, 2006

http://www.pfluegl.com/Metamorfose.html

Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni, verið þið sæl.